- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Börn og ungmenni í Reykjanesbæ gróðursettu sína óskaBAUN í tilefni af BAUN, Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ. Allir fengu miða, úr umhverfisvænum efnivið, til að skrifa niður sína ósk sem var gróðursett samhliða tréi. Samtals voru gróðursettar um 350 óskaBAUNir. Gróðursetning fór fram við matjurtagarða í Njarðvíkurskógum.
Hugmynd að óskaBAUN kom frá barni í hugmyndaöflun sem fór fram í aðdraganda BAUNar. Reykjanesbær stendur í innleiðingaferli á barnvænu samfélagi og styður gróðursetning óskaBAUNar við það. Virðing fyrir skoðunum barna og þátttaka barna eru hluti af grunnþáttum í barnvænu samfélagi.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös