Grunnskólar með átak í forvörnum

Vikuna 6. – 10. febrúar fengu nemendur í 7./8. – 10. bekk í Reykjanesbæ fræðslu um m.a. kynímynd, kynvitund, kynheilbrigði, samskipti kynja, mörk og kynferðislegt ofbeldi.

Nýtt teymi (Forvarnarteymi) tók til starfa á síðasta ári í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Teymin starfa samkvæmt Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Markmið teymanna er að tryggja að öll börn á grunnskólaaldri fái fræðslu. Teymin hafa verið að kortleggja og skipuleggja þá fræðslu í vetur í samræmi við alþjóðleg markmið UNESCO um kynfræðslu og kennslu á kynheilbrigði. Afraksturinn birtast í bekkjarnámskrám skólana á næsta skólaári.

Undanfarin þrjú ár hefur Reykjavíkurborg í samstarfi við nemendur og sérfræðinga útbúið flott efni fyrir unglinga sem er í takt við þetta. Árlegt átak er í sjöttu viku hvers almanaksárs. Fleiri skólar og sveitarfélög hafa slegist í hópin og tekið þetta efni sérstaklega fyrir í Viku6.

Allir skólarnir í Reykjanesbæ tóku þátt í Viku 6 í ár. Tímarnir voru að einhverju leiti samræmdir milli skóla. Nemendur flestir spenntir og ánægðir með kennsluna og kennurum sem tóku þátt finnst almennt vel hafa tekist til.

Skólarnir fengu veglegan styrk frá Reykjanesapóteki sem lagði til smokka fyrir alla nemendur á unglingastigi. Einnig fengum við banana frá Nettó og auka smokka frá Blush til að prófa í tíma að setja smokk á. Við þökkum þessum fyrirtækjum kærlega fyrir að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur.

Að lokum viljum við hvetja forráðamenn til þess að nýta tækifærið og taka umræðuna heima fyrir og spyrja út í fræðsluna og ræða kynferðismál almennt.

Forvarnarteymi grunnskólanna í Reykjanesbæ