Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Njarðvíkurskóla

Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, heimsótti nýverið Njarðvíkurskóla þar sem hann átti samtal við nemendur í 8. til 10. bekk. Heimsóknin var bæði hátíðleg og fræðandi og gaf nemendum dýrmætt tækifæri til að kynnast ferli hans og reynslu af forsetaembættinu.

Áður en Guðni ávarpaði nemendur fluttu nemendurnir Viktoría Sól Sigurðardóttir og Karen Gígja Guðnadóttir vandaða og greinargóða kynningu á ævi og ferli hans. Kynning þeirra bar vott um góðan undirbúning og fagleg vinnubrögð og setti góðan tón fyrir dagskrána.

Guðni flutti í kjölfarið áhugavert og einlægt erindi þar sem hann sagði frá lífi sínu, störfum og þeim verkefnum sem fylgja því að gegna embætti forseta Íslands. Nemendur hlýddu af athygli og sýndu mikinn áhuga á umfjölluninni.

Heimsókn sem þessi er dýrmæt viðbót við skólastarf og styrkir tengsl nemenda við samfélagið, lýðræði og íslenska sögu. Reykjanesbær fagnar slíkum heimsóknum og er stoltur af öflugu skólastarfi þar sem nemendur fá tækifæri til að læra af reynslu fólks sem hefur haft mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi!