Guðrún Magnúsdóttir ráðin í starf lýðheilsufræðings

Guðrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf lýðheilsufræðings á velferðarsviði Reykjanesbæjar
Guðrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf lýðheilsufræðings á velferðarsviði Reykjanesbæjar

Gengið hefur verið frá ráðningu Guðrúnar Magnúsdóttir í starf  lýðheilsufræðings á velferðarsviði Reykjanesbæjar. Guðrún er hjúkrunarfræðingur að mennt, með meistaragráðu í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun í heilbrigðisvísindum. Síðastliðin ár hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku barna og sem hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur í Heilsuskóla barnaspítalans, ásamt störfum á geðsviði Landspítalans. Guðrún mun hefja störf hjá okkur á haustmánuðum og bjóðum við hana velkomna til starfa.