- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Gengið hefur verið frá ráðningu Guðrúnar Magnúsdóttir í starf lýðheilsufræðings á velferðarsviði Reykjanesbæjar. Guðrún er hjúkrunarfræðingur að mennt, með meistaragráðu í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun í heilbrigðisvísindum. Síðastliðin ár hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku barna og sem hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur í Heilsuskóla barnaspítalans, ásamt störfum á geðsviði Landspítalans. Guðrún mun hefja störf hjá okkur á haustmánuðum og bjóðum við hana velkomna til starfa.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)