- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun sem gildir fyrir okkar svæði frá klukkan 11:00 í dag og fram á laugardagsmorgun. Búast má við hláku, hálku og nokkrum vindi. Bæjarbúar eru hvattir til að sýna aðgát á leið til og frá skóla og tryggja að skólabörn séu vel klædd eftir veðri.
Íbúar eru einnig hvattir til að hreinsa snjó frá niðurföllum á lóðum til að forðast vatnsmyndun.
Til að stuðla að öruggara umhverfi í hláku næstu daga býður Umhverfissvið Reykjanesbæjar íbúum að sækja sér sand til hálkuvarna. Hægt er að fylla í eigin ílát á nokkrum stöðum í bænum og nýta sandinn til að tryggja örugga aðkomu að heimilum og vinnustöðum. Meira hér.
Í sambandi við hrekkjavökuna í dag hvetjum við fjölskyldur til að kynna sér hverfasíður sveitarfélagsins fyrir upplýsingar um viðburði og skipulag í hverfum bæjarins.
Eigið góðan dag og farið varlega!
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)