Gulur september á Hafnargötunni

Gul­ur sept­em­ber er sam­vinnu­verk­efni stofn­ana og fé­laga­sam­taka sem vinna sam­an að geðrækt og sjálfs­vígs­for­vörn­um. Það er von und­ir­bún­ings­hóps­ins að gul­ur sept­em­ber, auki meðvit­und fólks um mik­il­vægi geðrækt­ar og sjálfs­vígs­for­varna. Auk þess að vera til merk­is um kær­leika, aðgát og um­hyggju. Sér­stök áhersla verður lögð á geðrækt á vinnu­stöðum að þessu sinni.

Reykjanesbær vill vekja athygli á þessu þarfa verkefni  á táknrænan hátt. Eins og gestir Ljósanætur hafa líklega tekið eftir þá skartaði götulýsing við Hafnargötu sínu fegursta yfir Ljósanæturhátíðina og bauð upp á marglita ljósasýningu sem skipti stöðugt litum. Ljósastaurar við Hafnargötu á milli Tjarnargötu og Duusgötu búa yfir nýrri snjalltækni sem gerir kleift á einfaldan hátt að lýsa upp hjálma hvers lampa með öllu litrófinu um leið og lampinn lýsir hvítu ljósi á gangstéttir. Þessi tækni býður upp á að hægt verður að nýta ljósin til að vekja athygli á ýmsum viðfangsefnum. Í tilefni af átaksverkefninu gulum september munu hjálmarnir því varpa gulu ljósi til að vekja athygli á og auka meðvitund um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir.

Und­ir­bún­ings­hóp­ur verk­efn­is­ins bind­ur von­ir við að fólk taki hönd­um sam­an um mála­flokk­inn í sept­em­ber, bæði með því að klæðast og skreyta í gul­um lit. Þá hvet­ur hóp­ur­inn jafn­framt versl­an­ir til þess að hafa gul­ar vör­ur og fatnað í for­grunni versl­ana. Guli dag­ur­inn verður jafn­framt hald­inn hátíðlega á fimmtu­dag 7. sept­em­ber, og eru all­ir hvatt­ir til að klæðast gulu þann dag. Deila mynd af gulri stemm­ingu og not­ast við myllu­merkið #gul­ur­sept­em­ber.

Hóp­ur­inn vek­ur at­hygli á því hversu brýnt mál­efnið er með nokkr­um staðreynd­um.

  • Á Íslandi deyja að meðaltali 39 ein­stak­ling­ar í sjálfs­vígi, á ári.
  • Yfir helm­ing­ur allra sjálfs­víga eiga sér stað fyr­ir 50 ára ald­ur. Sjálfs­vígstíðni er tvö­falt hærri, í heim­in­um, meðal karla en kvenna.
  • Áætlað er að um 703.000 manns deyi ár­lega í sjálfs­víg­um, á heimsvísu.
  • Aðdrag­andi sjálfs­vígs get­ur verið þung­ur og sár.
  • Hvert sjálfs­víg hef­ur áhrif langt út fyr­ir innsta hring hins látna.
  • Rann­sókn­ir sýna að sjálfs­víg hef­ur mik­il áhrif á um 135 manns.
  • Aðstand­end­ur tak­ast á við krefj­andi til­finn­ing­ar eins og sekt­ar­kennd og höfn­un, úr­vinnsla áfalls og sorg­ar er flók­in.

Að verk­efn­inu um gul­an sept­em­ber standa full­trú­ar frá Embætti land­lækn­is, Geðhjálp, Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, Minn­ing­ar­sjóði Orra Ómars­son­ar, Píeta sam­tök­un­um, Rauða krossi Íslands, SÁÁ, Sorg­armiðstöð, Þjóðkirkj­unni og Þró­un­ar­miðstöð heilsu­gæsl­unn­ar.