- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í morgun var samþykkt að ráða Gylfa Jón Gylfason í starf fræðslustjóra Reykjanesbæjar.
Capacent ráðningar höfðu umsjón með umsóknarferlinu í samræmi við ákvörðun bæjarráðs um ráðningarferlið. 10 umsækjendur sóttu um starfið og uppfylltu 7 þeirra allar hæfniskröfur. Eftir skoðun Capacent voru 4 teknir í viðtöl hjá bæjarstjóra, formanni fræðsluráðs og fulltrúa Capacent.
Á fundinum var lögð fram skýrsla um umsóknar- og ráðningarferlið þar sem tveir einstaklingar eru taldir hæfastir í starfið. Bæjarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu viðtala við umsækjendur.
Í samræmi við framlögð gögn samþykkir bæjarráð 5-0 að ráða Gylfa Jón Gylfason, deildarstjóra sérfræðiþjónustu Reykjanesbæjar í starf Fræðslustjóra Reykjanesbæjar.
Bæjarráð bókar ennfremur að leggja verður áherslu á að stjórnendur og millistjórnendur sem ráðnir eru til starfa fyrir bæjarfélagið séu búsettir hér á svæðinu. Þannig deila þeir kjörum með bæjarbúum. Menntunarstig hér á svæðinu er almennt lágt og nauðsynlegt er að efla það. Því er brýnt að fjölga fólki með framhaldsmenntun á háskólastigi sem kostur er hér á svæðinu. Þar eiga bæjaryfirvöld að sýna gott fordæmi.
Aðrir umsækjendur um starf fræðslustjóra voru:
Brynja Dís Björnsdóttir
Guðbjörg M. Sveinsdóttir
Ingibjörg María Guðmundsdóttir
Jóhann Bjarni Magnússon
Jóhanna Thorsteinson
Jónína Ágústsdóttir
Óskar J. Sandholt
Sigríður Valdimarsdóttir
Skarphéðinn Jónsson
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös