- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Í kjölfar þess að haldin hefur verið Pólsk menningarhátíð um nokkurra ára skeið í Reykjanesbæ hafa skapast jákvæð og góð samskipti við sendiráðið og þakkar Reykjanesbær sendiherrahjónunum kærlega fyrir hlýhug í garð íbúa sveitarfélagsins.
Tónleikarnir fara fram í hádeginu svo það er upplagt að hefja jólaundirbúninginn þann daginn með því að mæta í Berg og taka inn jólaandann áður en haldið er út í daginn í önnur jólaverkefni. Á efnisskrá eru jólalög og verk eftir íslensk og pólsk tónskáld og tekur öll dagskráin um eina klukkustund.
Flytjendur eru ísfirsku bræðurnir Mikolaj Ólafur Frach sem leikur á píanó, Maksymilian Haraldur Frach sem leikur á víólu og Nikodem Júlíus Frach sem leikur á fiðlu og með þeim er söngkonan Patrycja Wiatr, sópran og má því reikna með sannkallaðri tónlistarveislu.
Aðgangur á tónleikana er ókeypis og eru öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur á tónleikana er í gegnum Rokksafn Íslands.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)