Hádegistónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar

Sigurður og Gunnar verða á hádegistónleikum.
Sigurður og Gunnar verða á hádegistónleikum.

Tónlistarfélag Reykjanesbæjar heldur árlega aðventutónleika sína næstkomandi föstudag. Að venju er um hádegistónleika að ræða og hefjast þeir kl. 12:15 í Ytri-Njarðvíkurkirkju og standa yfir í 30 mínútur.

Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og organistinn Gunnar Gunnarsson fagna 10 ára samstarfsafmæli sínu og útkomu fjórða geisladisks síns en hann ber heitið Sálmar tímans og verður til sölu á staðnum.

Miðaverði er stillt í hóf og kostar 1000 krónur inn, 500 krónur fyrir ellilífeyrisþega og námsmenn. Félagsfólk Tónlistarfélagsins fær 20% afslátt.

Þetta verða góðir tónleikar til að slaka á og njóta kyrrðar á aðventunni.