Hæfingarstöðin hélt sína árlegu árshátíð

Árshátíð með glæsibrag

 

Hæfingarstöðin hélt sína árlegu árshátíð þann 18. apríl sl.  Soho sá um veitingar og var boðið upp á lambalæri með meðlæti og franska súkkulaði köku í eftirrétt. Haldið var glæsilegt happadrætti sem fjölmörg fyrirtæki á Suðurnesjum styrktu sem er ómetanlegur stuðningur fyrir okkur. Þjónustunotendur Hæfingarstöðvarinnar sungu við mikinn fögnuð gesta og aðrir voru með uppistand. Hobbitarnir léku svo undir dansi fram á miðja nótt. Árshátíðin var með öllu glæsileg.