Hæfingarstöðin tekur á móti gjöfum

Frá móttöku gjafa.
Frá móttöku gjafa.

Jólin komu snemma á Hæfingarstöðina í Reykjanesbæ í ár, ferða og skemmtinefnd kvenfélags Grindavíkur færðu Hæfingarstöðinni glæsilegar gjafir. Gjafirnar eru afrakstur af uppboði sem haldið var á  konukvöldi 4. nóvember síðastliðin, uppboð var á málverkum eftir listamenn á Suðurnesjum. Listamennirnir sem gáfu verkin eru, Berta Grétarsdóttir frá Grindavík, Einar Guðberg frá Reykjanesbæ og Dagmar Róbertsdóttir frá Garðinum. Einnig  styrktu  fyrirtæki úr Grindavík gjafakaupin, þau eru:  Einhamar, Þorbjörn, Vísir, Jens Valgeir, Stakkavík, Ice-West, Hópsnes, Martak, Þróttur, Hérastubbur Bakari, Nettó og Blómaval.
Það var mikið fjör við afhendingu gjafanna, hljómsveitin The Backstabbing Beatles skemmti fólki með góðri tónlist. Kvenfélagskonur buðu upp á  kleinur sem þær bökuðu sjálfar og tertu sem Hérastubbur bakari í Grindavík gaf í tilefni dagsins.
Hæfingarstöðin er dagþjónustuúrræði fyrir einstaklinga með fatlanir og þangað sækja einstaklingar af öllum Suðurnesjunum. Starfsemi Hæfingarstöðvarinnar hefur færst mikið yfir í eigin framleiðslu, svo sem: Þæfingu á ull, sultugerð, gjafapoka og málverk. Búðin er opin frá 8 – 16 alla virka daga og allir velkomnir.
Hæfingarstöðin þakkar kærlega fyrir stuðninginn frá skemmtinefnd kvenfélagsins í Grindavík og þeirra fyrirtækja sem styrktu verkefnið. Þessi gjöf gefur okkur tækifæri til að bæta starf okkar, takast á við ný verkefni og efla okkur í vinnu.