Hækkun útsvars til innheimtu 2016

Vakin er athygli á því að þótt álagningarprósenta útsvars í Reykjanesbæ hafi hækkað þann 1. janúar 2015 í 15,05% mun innheimt útsvarshlutfall áfram verða það sama um allt land þ.e. 14,44%. Þetta er vegna innheimtureglna Fjársýslu ríkisins sem sér um innheimtu fyrir ríki og sveitarfélög.

Leiðrétting til hækkunar mun svo koma fram við álagningu og uppgjör þann 1. ágúst 2016, byggt á skattaskýrslum fyrir 2015. Bæjarbúum er ráðlagt að búa í haginn fyrir bakreikninginn sem þá mun líklega berast vegna þessa.