- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þann 8.október 2004 varð Heiðarsel heilsuleikskóli og fór að vinna eftir heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Markmið skólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og listsköpun í leik og starfi.
Heilsuleikskólinn Heiðarsel hefur tekið þátt í þróun heilsustefnunnar og fylgt nýjum straumum sem henni fylgja. Það nýjasta hjá okkur er breyting á matseðlum skólans. Samtök heilsuleikskóla keyptu matseðla og uppskriftir frá Skólum ehf. Eins og við vitum flest er matarræði stór þáttur í heilsu, þroska, vexti og líðan barna og leggjum við ríka áherslu á að börnin fái hollan og næringarríkan mat úr sem flestum fæðuflokkum. Matseðlarnir sem við fylgjum eru fjölbreyttir og er mjög þægilegt fyrir matráða að vinna eftir þeim.
Á morgnana er alltaf hafragrautur en það sem gerir hann fjölbreyttan er meðlætið með honum ferskir ávaxtabitar, kakóduft, kanill/kókosmjölblanda rúsínur o.fl.
Á heimasíðu leikskólans sem og í fataklefa geta foreldrar séð matseðil vikunnar, á honum kemur fram morgunmatur, hádegismatur og síðdegishressing fyrir alla dagana.
Tekið hefur verið vel í nýju matseðlana, en eins og með allt annað þarf að gefa öllum breytingum tíma þar sem að oft á tíðum erum við bæði fullorðnir og börn ekkert nema vaninn.
Börnin í heilsuleikskólanum Heiðarseli eru dugleg að smakka allt sem er í boði og læra þannig að bæta nýjum fæðutegundum í safnið sem á ef til vill eftir að nýjast þeim vel í framtíðinni, því eins og máltakið segir: „þú ert það sem þú borðar“.
Svava Ósk Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri
Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir matartæknir
Hafragrautnum ausið á disk í heilsuleikskólanum Heiðarseli.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös