Halldóra G. Jónsdóttir ráðin aðstoðarmaður bæjarstjóra Reykjanesbæjar

Halldóra G. Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður bæjarstjóra Reykjanesbæjar
Halldóra G. Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður bæjarstjóra Reykjanesbæjar

Halldóra G. Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðarmanns bæjarstjóra Reykjanesbæjar og mun hún hefja störf í byrjun september.

Halla lauk B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003 og meistaranámi í forystu og stjórnun, með áherslu á verkefnastjórnun, frá Háskólanum á Bifröst árið 2019.
Síðastliðin 8 ár hefur hún starfað sem sérfræðingur í Markaðs- og samskiptadeild Landsbankans en starfaði áður hjá Landsbankanum og Sparisjóðnum í Keflavík.

Við bjóðum Halldóru velkomna til starfa.