Hátíðardagskrá 17. júní

Mynd: Víkurfréttir
Mynd: Víkurfréttir

Á þjóðhátíðardegi Íslendinga er löng hefð fyrir hátíðardagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík sem hefst með því að skátar frá Heiðabúum og lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ganga fylktu liði inn í garðinn með hátíðarfánann, þann stærsta á Íslandi. Sérstakur fánahyllirdregur fánann að húni en til þess er valinn íbúi sem hefur unnið gott starf í þágu samfélagsins. Í ár hlotnaðist sá heiður Eygló Alexandersdóttur fyrrum jógakennara og deildarstjóra hjá Reykjanesbæ. Bæjarstjóri flytur viðkomandi þakkarorð fyrir hönd bæjarstjórnar. Þakkarorðin til Eyglóar má lesa hér.

Þá flytur forseti bæjarstjórnar setningarræðu hátíðarinnar en það kom í hlut nýskipaðs forseta Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur. Ræðu hennar má lesa hér.

Í ár var einnig útnefndur listamaður Reykjanesbæjar og var það Karen J. Sturlaugsson tónlistarmaður og stjórnandi sem hlaut þann heiður. Forseti bæjarstjórnar færði henni þakkir. Þakkarorðin má lesa hér.

Albert Albertsson, verkfræðingur hjá HS Orku var ræðumaður dagsins og flutti áhrifaríka ræðu um ýmis mikilvæg málefni nútímans og framtíðarinnar. Ræðu Alberts má lesa hér.

Öllum þeim sem lögðu af mörkum til þess að gera þjóðhátíðardaginn sem hátíðlegastan með sínu framlagi eru færðar sérstakar þakkir.