Gróður er alltaf fallegur þegar hann er vel snyrtur og honum haldið í skefjum.
Gróður er alltaf fallegur þegar hann er vel snyrtur og honum haldið í skefjum.

Nú hallar að vetri og því vert að huga að þeim gróðri sem nær út fyrir lóðarmörk, inn á göngustíga og önnur svæði utan lóða. Margir garðar hér í Reykjanesbæ hafa tekið miklum breytingum í veðurblíðu síðustu misseri og hafa í sumar blómstrað sem aldrei fyrr.

Nauðsynlegt er að allir komist leiða sinna um bæinn okkar og því mikilvægt að íbúar haldi í skefjum gróðri við lóðamörk og gæti þess að gróður vaxi ekki m.a. inn á göngustíga.  Ekki er síður mikilvægt að klippa og snyrta gróður sem snýr að umferðargötum og sjá til þess að hann skyggi ekki á útsýni vegfarenda, valdi ekki skemmdum á ökutækjum sem þar fara um eða töfum á snjómokstri.  Gróður má almennt ekki að skyggja á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. 

Berglind Ásgeirsdóttir garðyrkjustjór Reykjanesbæjar segir flesta garðeigendur til fyrirmyndar og að gaman sé að sjá hvað samfélagið í heild sé öflugt og áhugasamt um umhverfið. „En lengi má gott bæta og starfsfólk Umhverfissviðs hvetur lóðarhafa til að huga að þessum málum og lagfæra það sem betur má fara. Verum til fyrirmyndar og hjálpumst að við að gera bæinn okkar enn snyrtilegri og betri, því Reykjanesbær er bærinn okkar og ábyrgðin okkar."