- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Umsjónakennarar nemenda unnu svo áfram með þeim að verkefninu. Eftir Hugvitsdag hélt vinnan áfram og vinna þróuð áfram á næsta skref. Þær hugmyndir sem voru komnar að lokastigi voru svo sendar í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Tveir nemendur í 7. KSK þær Elín Sóley Finnsdóttir og Erla Ingimundardóttir komust áfram í úrslitakeppnina með hugmynd sína „Local Iceland“ sem er app fyrir ferðamenn um áhugaverða staði á Íslandi.
Fyrst tóku þær þátt í vinnusmiðju í tvo daga þar sem þær aðstoð fagfólks frá Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur með að útfæra hugmynd sína nánar, að auki fengu allir keppendur kennslu og leiðsögn í ræðumennsku frá JCI.
Laugardaginn 21. maí var svo hátíðin sjálf og úrslit kynnt. Tæplega 600 hugmyndir bárust í keppnina og af þeim voru 25 verkefni valin á vinnustofu. Það er því frábær árangur sem þær stöllur náðu að komast í úrslit. Nemendur 6 verkefna voru svo valdir úr hópnum til að flytja sína ræðu eftir góðan árangur í ræðumennskunni og voru Erla og Elín Sóley valdar í þann hóp og fluttu ræðu um verkefni sitt fyrir framan fullan sal af fólki.
Frábær árangur hjá þeim stöllum og óskum við þeim innilega til hamingju.



Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)