- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Endurmenntunarráðstefna skrifstofu menntasviðs Reykjanesbæjar fór fram í Hljómahöll þann 13. ágúst 2025. Ráðstefnan er árlegur viðburður þar sem starfsfólk grunnskóla sveitarfélagsins kemur saman til að efla faglegt starf, dýpka þekkingu og styrkja tengsl í skólasamfélaginu. Dagskráin í ár bar yfirskriftina Heildstæð nálgun í skólastarfi og var helguð farsæld barna, nýjungum í námsmati, viðhorfi og nálgun við hegðunarvanda og hlutverki gervigreindar í skólastarfi.
Ráðstefnan er liður í því að styðja við framkvæmd menntastefnu Reykjanesbæjar – Með opnum hug og gleði í hjarta og skapa vettvang fyrir samtal og samræmingu í skólastarfi sveitarfélagsins.
Erindi ráðstefnunnar voru:
Farsæld barna í víðu samhengi
Ráðstefnan hófst á erindi Hjördísar Evu Þórðardóttur, verkefnastjóra farsældar barna hjá sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem fjallaði um hvernig farsæld barna birtist í daglegu lífi og hvernig þverfaglegt samstarf getur stutt við velferð þeirra. Hún kynnti niðurstöður úr æskulýðsrannsóknum sem varpa ljósi á líðan, tengsl og þátttöku barna í samfélaginu og benti á mikilvægi þess að öll kerfi vinni saman að farsæld barna.
Matsferill sem verkfæri í einstaklingsmiðaðri kennslu
Í kjölfarið kynnti Freyja Birgisdóttir Matsferil, nýtt stafrænt matskerfi sem styður við heildstæða sýn á námsframvindu nemenda. Matsferill auðveldar kennurum og stjórnendum að greina stöðu nemenda og skipuleggja kennslu og stuðning í samræmi við þarfir hvers og eins. Kerfið er lykilverkfæri í námsmati og styður við gagnadrifna ákvarðanatöku í skólastarfi.
Áfallamiðuð nálgun í vinnu með börnum með hegðunarvanda
Atli F. Magnússon, klínískur atferlisfræðingur í Arnarskóla, fjallaði um hvernig áfallasaga barna getur haft áhrif á hegðun þeirra og hvernig starfsfólk skóla getur brugðist við með skilningi og stuðningi. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa öruggt og traust umhverfi þar sem börn fá tækifæri til að læra félagsfærni og tjá sig á uppbyggilegan hátt.
Gervigreind í skólastarfi – þrjú sjónarhorn
Síðasti hluti ráðstefnunnar snerist um gervigreind og möguleika hennar í skólastarfi. Þrír fyrirlesarar deildu ólíkum sjónarhornum:
Ráðstefnan hófst með kaffispjalli og endaði með lokaorðum frá Helga Arnarson, sviðsstjóra menntasviðs. Þátttakendur fengu einnig tækifæri til að skoða nýja bókasafnið í Hljómahöll og ræða hugmyndir og lausnir í skólastarfi við samstarfsfólk.


Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)