- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Sex fulltrúar frá vinaborg Reykjanesbæjar Xianyang í Kína komu í heimsókn í síðustu viku. Meðal þess sem hópurinn hafði áhuga á að skoða og kynna sér var Hitaveita Suðurnesja en í Xianyang hafa verið gerðar ýmsar áhugaverðar tilraunir með nýtingu jarðvarma til húshitunar.
Í Xianyang búa um 5 milljónir manna og í borginni er einn stærsti alþjóðaflugvöllur Kína. Auk þess að kynna sér starfsemi Reykjanesbæjar var áhugi Kínverja á að koma á beinu flugi á milli flugvallarins í Xianyang og Keflavíkurflugvallar.
Til þess að kynna sér hitaveituframkvæmdir á svæðinu var starfsemi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi heimsótt og tók Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku á móti hópnum. Hann sagði m.a. frá því sem fyrirtækið hefur verið að gera á undanfönum fjórum áratugum.
Með Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar á myndinni er Chen Junfeng varaborgarstjóri Xianyang. Forsvarsmönnum Reykjanesbæjar var boðið að endurgjalda heimsóknina til Xianynag.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös