Hirðing jólatrjáa í Reykjanesbæ

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar munu annast hirðingu jólatrjáa frá 7. - 18. janúar.

Þeir íbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk og verða þau þá fjarlægð. Einnig er hægt að hringja í þjónustumiðstöðina í síma 420 3200 og láta vita af trénu.

Eftir 18. janúar eru íbúar beðnir um að snúa sér til Kölku. Þá eru íbúar sem fyrr hvattir til að hirða upp leifar af skoteldum og blysum í nágrenni sínu.