Hjólað, skíðað og róið fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi

Hér sjást Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnisstjóri fj…
Hér sjást Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnisstjóri fjölmenningar hjóla og róa ásamt Einari Hansberg sem skíðar í miðju.

Einar Hansberg Árnason er nú á hringferð um landið til stuðnings árvekniátaki Unicef á Íslandi gegn ofbeldi á börnum.  Einar ætlar ásamt fjölskyldu og vinum að stoppa í 36 sveitarfélögum á landinu og róa, skíða eða hjóla 13 þúsund metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem verður fyrir ofbeldi á Íslandi.

Átak Unicef hófst í vor undir yfirskriftinni „Stöðvum feluleikinn“. Einar kom við í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í morgun með hjól, skíða- og róðravél sem starfsmenn tóku í og lögðu verkefninu lið. Hér má lesa um verkefnið og leggja því lið.