Hljómahöll hlaut verðlaunin Gluggann

Hljómahöll hlaut í dag verðlaun á Degi íslenskrar tónlistar þar sem veitt verðlaun fyrir einstaklinga og hópa sem að þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í að efla íslenskt tónlistarlíf undanfarin misseri og þykja sýna ís­lenskri tónlist sér­stakt at­fylgi.

Á verðlaununum, sem bera nafnið Glugginn, segir að „Hljómahöll í Reykjanesbæ hljóti verðlaun fyrir að halda úti heimili íslenskrar tónlistar í Reykjanesbæ með hugmyndaríku safni og fjölbreyttri tónlistardagskrá undanfarin ár.“

Viðburðurinn fór fram í Hörpu og komu fram Karlakórinn Fóstbræður, Snorri Helgason, Systur, Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bragi Valdimar Skúlason.

Tóm­as Young, fram­kvæmda­stjóri Hljóma­hall­ar, tók við viður­kenn­ing­unni fyrir hönd Hljómahallar.