- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir hóflegum gjaldskrárhækkunum. Lögð er áhersla á að skerða sem minnst grunnþjónustu við bæjarbúa.
Leikskólagjöld eru 27.130 kr. fyrir 8 stunda vistun með fæði en 2. barn í fjölskyldu greiðir kr. 13.560.
Umönnunargreiðslur nema 25 þús. kr. á mánuði. Þær eru greiddar til allra foreldra strax að loknu fæðingarorlofi til 15 mánaða aldurs, en jafnframt til allra foreldra sem nýta þjónustu dagforeldra, fram að leikskólaaldri.
Máltíð fyrir nemendur í grunnskóla kostar kr. 250.
Mánaðargjald í frístundaskóla er að hámarki kr. 14.800.
Grunnnám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar kostar á ári kr. 63.525 en framhaldsnám kr. 69.875.
Fasteignamat er umtalsvert lægra í Reykjanesbæ en á höfuðborgarsvæðinu. Í fjárhagsáætlun voru fasteignagjöld hækkuð í samræmi við lækkun fasteignamats, til að halda sömu tekjum í krónutölu. Fasteignaskattur er 0,3%. Lóðarleiga var lækkuð úr 1,5% í 1,3% til að nálgast samræmingu á mismunandi lóðarleigugjöldum.
Frítt er í sund fyrir börn og eldri borgara.
Frítt í forskóla í tónlistar námi.
Frítt er í strætó.
Útsvar er 14,48%.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös