- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Friðþór Vestmann Ingason höfundur bókarinnar Lærdómsvegurinn mun kynna bókina og segja sögu sína á Nesvöllum mánudaginn 23. apríl kl. 18:00. Bókin fjallar um geðsjúkdóma, þunglyndi, geðhvarfasýki, greingarferlið, sálarkvalirnar og allt það sem fylgir að lifa með geðsjúkdóm og leggjast inn á geðdeild, segir í kynningu.
Friðþór hefur barist hetjulega við geðhvarfasýki en komst á bataveg. Hann mun halda fyrirlesturinn Lærdómsvegurinn -við getum öll ásamt því að kynna bókina. Undirtitill Lærdómsvegarins er „Saga mín að ganga þann lærdómsveg að greinast með geðsjúkdóm og leggjast inn á geðdeild.“ Sagan er skrifuð á rauntíma frá desember 2016 til október 2017.
Með höfundi á Nesvöllum verða einn af þremur kaflahöfundum bókarinnar og listakonan Marta Georgsdóttir sem málaði og hannaði bókarkápu. Bókin verður seld á staðnum, árituð fyrir þá sem vilja.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)