- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Leikskólinn Holt fékk á dögunum sérstök aukaverðlaun fyrir læsishvetjandi verkefni innan eTwinning verðlauna Eramus+ 2016. Verðlaunin eru frábær viðurkenning til starfsfólks fyrir fagmennsku og gott leikskólastarf.
Nýverið var greint frá því að leikskólinn Holt væri tilnefndur til eTwinning verðlauna 2016 innan Evrópuverkefnisins Eramus+ fyrir verkefnið Lesum heiminn (e. Read the world). Þar er barnasagan um Greppikló notuð til að vinna viðfangsefni þar sem læsi og lýðræði eru tengd saman. Í desember sl. fékk skólinn gæðaviðurkenningu frá Rannís fyrir verkefnið.
Verkefni Holts fellur í flokk barna á aldrinum 4 - 11 ára og er markmið þess að fá börn til að hugsa út fyrir rammann og nota skapandi hugsun. Í verkefninu hefur leikskólinn átt í samstarfi við leikskóla í Póllandi, Frakklandi, Slóveníu og á Spáni.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)