- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Lið Holtaskóla, sem kallar sig Fat Cats, stóð sig frábærlega í First Lego League keppninni sem haldin var í Háskólabíó um helgina og hreppti 2. sætið í vélmennakappleiknum.
Keppnin, sem er á vegum Háskóla Íslands, fagnaði 20 ára afmæli sínu í ár. Þar hanna og forrita þátttakendur eigin þjarka sem leysa fjölbreyttar þrautir á keppnisbraut. Þema keppninnar að þessu sinni var fornleifar, og unnu keppendur einnig að nýsköpunarverkefni tengdu því.
Fat Cats-liðið ákvað að fjalla um Hafurbjarnarstaðakuml, sem er eitt merkasta fornleifasvæði á Suðurnesjum. Pétur Brynjarsson, deildarstjóri unglingastigs í Holtaskóla, fræddi liðið um kumlið og fór með keppendunum í vettvangsferð á kumlateiginn. Þau heimsóttu einnig Þjóðminjasafn Íslands til að fræðast meira um beinagrindina sem fannst í kumlinu og er nú til sýnis á aðalsýningu safnsins.
Í nýsköpunarverkefni sínu hönnuðu þau hugmynd að upplýsingaskilti sem gæti frætt almenning um kumlateiginn og mikilvægi hans, þar sem hann er mjög merkilegur og fáir vita af honum.
Meðlimir liðsins eru:
Aníta Mjöll Ólafsdóttir, Bartosz Krokoszynski, Einar Ágúst Saedkhong, Kristján Bergmann, Róbert Örn Bjarnason, Sebastian Banachowski og Sölvi Steinn Stefánsson.
Reykjanesbær óskar liðinu og Holtaskóla hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur!
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)