Holtaskóli sigraði í Skólahreysti annað árið í röð

Sigurliðið fagnaði að vonum.
Sigurliðið fagnaði að vonum.

Frábær árangur skóla Reykjanesbæjar

Lið Holtaskóla náði þeim frábæra árangri að sigra Skólahreysti annað árið í röð.  Hreint út sagt frábær árangur hjá þeim Eydísi, Guðmundi, Patreki og Söru Rún sem sýndu sínar bestu hliðar og rétt rúmlega það þegar þau tryggðu Holtskælingum ljúfan sigur í þessari stórkostlegu keppni. Keppnin var jöfn og spennandi og réðust úrslitin í hraðabrautinni þar sem Guðmundur og Sara Rún áttu glæsilegan sprett.

Lið Heiðarskóla hafnaði í öðru sæti eftir flotta frammistöðu. Lið Heiðarskóla var skipað þeim Anton Frey Haukssyni, Leonard Sigurðssyni, Irenu Sól Jónsdóttur og Birtu Dröfn Jónsdóttur. Árangur skóla í Reykjanesbæ er afar eftirtektarverður séð í því ljósi að Holtaskóli og Heiðarskóli hafna í tveimur efstu sætunum og ekki má gleyma ótrúlegu afreki Jóhönnu Júlíu úr Myllubakkaskóla þegar hún tók 177 armbeygjur í undankeppninni.
Til hamingju öll með þennan frábæra árangur.
Reykjanesbær er sannkallaður íþróttabær.