Hópamyndun unglinga á leiksvæðum

Hópamyndun unglinga hefur aukist
Hópamyndun unglinga hefur aukist

Nú virðist vera uppi sú staða að hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi hafi verið að aukast. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur áhyggjur af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Hópsmit gæti komið upp við slíkar aðstæður sem gætu hæglega sett afnám takmarkana 4. maí í uppnám. Hann mælir með því að foreldrar skerist í leikinn með skipulögðu foreldrarölti.

Foreldrar eru vaktir til vitundar um að við verðum öll að halda áfram að fara eftir fyrirmælum og sporna gegn allri hópamyndun. Ástæðan er líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að við höldum fókus og sofnum alls ekki á verðinum. Staðan er að öllu óbreytt til 4. maí.