- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Föstudaginn 16. nóvember verður degi íslenskrar náttúru fagnað um allt land. Reykjanesbær og Skógræktarfélag Suðurnesja ætla í tilefni dagsins að efna til hópgróðursetningar kl. 16:15 - 17:30 fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Þá gefst íbúum tækifæri til að koma og leggja hönd á plóg og aðstoða við að gróðursetja um 400 birki plöntur í lúpínubreiðu á bakvið Reykjaneshöll og meðfram göngustíg að æfingasvæðinu.
Á staðnum verða plöntur, og verkfæri en auðvitað er íbúum frjálst að koma með eigin verkfæri t.d. plöntustafi.
Berglind Ásgeirsdóttir garðyrkjufræðingur Reykjanesbæjar verður á staðnum til að veita leiðbeiningar, hjálpa til og einnig til skrafs og ráðagerða fyrir þá sem hafa áhuga á því. „Það er tilvalið fyrir fjölskyldur að koma saman og láta gott af sér leiða og sýna börnunum hvernig hægt er að bera sig að við gróðursetningu,“ segir Berglind um framtakið.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)