Ný sýning í Suðsuðvestur galleríi
Ný sýning í Suðsuðvestur galleríi

Laugardaginn 20 febrúar kl.16:00 opnar fyrsta sýning í Suðsuðvestur á nýju ári. Þess má geta að Suðsuðvestur varð fimm ára í janúar og telst því með elstu non-profit sýningarrýmum landsins.

Að þessu sinni ætlar Jeanette Castioni að opna sýningu á myndbandsverkinu "How alike do we have to be to be similar?"
Í verkinu eru kannaðar jákvæðar hugleiðingar um orð sem helstu miðlunarleið tilfinninga og hugmynda, jafn þýðingarmikilla og kraft ímyndunaraflsins. Fyrir okkur eru persónurnar í myndbrotunum verur án raddar, en þegar við reynum að skilja tungumálið þeirra öðlumst við nýtt sjónarhorn sem rennur saman við skynjun okkar á samkennd sem verður raunveruleg.

Hér felst tækifæri til skilnings á helstu mannlegu einkennum okkar. Þýðingin felur í sér leik þar sem tungumálið tekur hlutverki húðarinnar og verður að tæki sem hefur afgerandi áhrif á samskipti einstaklinga og einangrar þá frá öðrum (en hvað er "aðrir"?) Þörfin til að nota ímyndunaraflið blandar saman tilfinningum og staðsetningu sem er á jaðri þess að vera vandræðalegt, ofar fjölskyldusamræðum og hugmyndum, en langt frá því að vera theoretískur atburður.

Jeanette er ítölsk og hefur verið búsett á Íslandi undanfarin ár. Hún útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Keflavík. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari uppl.fást í síma; 662 8785 (Inga Þórey)