Hringekjan heimsækir Reykjanesbæ

Þau eru Hringekjan
Þau eru Hringekjan

Reykjanesbær verður til umfjöllunar í nýjum skemmtiþætti Hringekjunni sem sýndur verður á laugardagskvöldið n.k.

Þar fær landsbyggðin sitt sviðsljós auk þess sem góðir gestir mæta í stúdíó til Guðjóns Davíðs Karlssonar, öðru nafni Góa, umsjónarmanns þáttarins. Tónlistaratriði eiga sinn sess í þættinum og einnig verða leikin atriði fastur liður því Gói, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Viktor Már Bjarnason munu leggja á þau djúp að sínum hætti. Ari Eldjárn mun síðan láta sitt af hendi rakna til Hringekjunnar með föstu og hnitmiðuðu uppistandi.

Það verður fróðlegt að sjá hverjir verða okkar fulltrúar en þátturinn hefst kl. 19:40.