- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Reykjanesbær tók þátt í starfsgreinakynningu fyrir nemendur í 8. og 10. bekkjum grunnskólanna á Suðurnesjum sem fram fór í íþróttahúsinu við Sunnubraut í gær. Starf bæjarstjóra var þar kynnt í fyrsta sinn, ásamt starfi byggingafulltrúa, tónlistarkennara, starfsgreinum í grunn- og leikskólum, félagsmiðstöðvum og söfnum í bænum.
Alls 108 störf voru kynnt á starfsgreinakynningunni í gær og hefur fjöldinn og fjölbreytnin aldrei verið eins mikil. Markmiðið er að efla starfsfræðslu grunnskólanemenda og stuðla að sambærilegri fræðslu fyrir alla á svæðinu. Kynningin er ekki síður mikilvægur þáttur í því að auka starfsvitund og skerpa á framtíðarsýn ungs fólks.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös