Hvað þýðir að vera heilbrigður?

Magnús Scheving verður með fyrirlestur í heilsu- og forvarnarviku
Magnús Scheving verður með fyrirlestur í heilsu- og forvarnarviku

Magnús Scheving höfundur Latabæjar heldur erindi í tilefni heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ fimmtudagskvöldið 1. október kl. 20:00 í Bergi, Hljómahöll. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. 

Magnús Scheving hefur um langt árabil haft heilbrigði og forvarnir að leiðarljósi, sem er einmitt stefið í Latabæ. Hann er sjálfur hreystið uppmálað og getur því miðlað af þekkingu og reynslu til samborgara sinna. Allir sem hafa brennandi áhuga á heilbrigði og vilja heyra áherslur Magnúsar ættu ekki að láta þennan viðburð fara framhjá sér.

Kynnið ykkur aðra dagskrárliði heilsu- og forvarnarviku.