Hvað verður í boði fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ í sumar?

Ungir knattspyrnumenn við æfingar í Reykjaneshöll.
Ungir knattspyrnumenn við æfingar í Reykjaneshöll.

Fræðslusvið rekur vefinn Sumar í Reykjanesbæ á slóðinni sumar.rnb.is. Þar er birt framboð tómstunda, íþrótta og afþreyingar fyrir börn og ungmenni.

Ef þitt félag/klúbbur áformar að bjóða börnum og ungmennum í Reykjanesbæ upp á tómstunda- og /eða leikjanámskeið eða aðra afþreyingu fyrir ungmenni í sumar, biðjum við um að upplýsingar verði sendar til Íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið sumar@reykjanesbaer.is fyrir 18.apríl nk.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Hér má sjá merki vefjarins Sumar í Reykjanesbæ