Hvað verður um Ljósanótt?

Hvað verður um Ljósanótt 2.-5. september?

Líkt og öllum er kunnugt hefur síðasta bylgja í Covid faraldrinum haft mikil áhrif á samkomu- og hátíðahald um land allt. Stýrihópur Ljósanætur í Reykjanesbæ fylgist grannt með þróun mála og hefur verið tekin ákvörðun um að bíða með frekari tilkynningar um fyrirkomulag eða afdrif hátíðarinnar þar til yfirvöld hafa gefið út næstu reglugerð um takmörkun á samkomum en núverandi reglugerð gildir til 13. ágúst. Þá skýrist hvort eða með hvaða hætti hægt verður að halda hátíðina.

Upplýsingar varðandi hátíðina verða birtar á vefsíðu hennar ljosanott.is og þar er hægt að nálgast ýmsar hagnýtar upplýsinga. Vilji fólk senda inn fyrirspurnir eða athugasemdir er bent á netfangið ljosanott@ljosanott.is