Hvalhræið við Hafnir dregið burt

Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson hjá Víkurfréttum
Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson hjá Víkurfréttum

Stórhveli rak á land við Hafnir í Reykjanesbæ. Hvalsins varð vart í fjörunni neðan við byggðina við Hafnagötu en núna er hræið í flæðarmálinu neðan við fiskeldisstöðina við Kirkjuvog.

Það upplýsist hér með að hvalhræið verður dregið á haf út við fyrsta hentugleika. Útlit er fyrir að það viðri vel til þess á miðvikudagsmorgun. Köfunarþjónusta Sigurðar ehf mun sjá um verkið og hafa samráð við Landhelgisgæsluna.