Hvatagreiðslur hækka

Ungir drengir á æfingu
Ungir drengir á æfingu

Hvatagreiðslur hækka og Reykjanesbær tekur upp nýtt fyrirkomulag við útgreiðslu hvatagreiðslna

Reykjanesbær hefur ákveðið að taka upp annað fyrirkomulag við útgreiðslu á hvatagreiðslum sveitarfélagsins og verður þeim úthlutað „rafrænt“ í gegnum Nóra vefskráningar- og greiðslukerfið. Hvatagreiðslurnar verða hækkaðar í 40.000 krónur þann 1. janúar næstkomandi.

Hægt að láta hvatagreiðslur koma strax til lækkunar á gjöldum iðkenda.

Hvatagreiðslur verða greiddar út mánaðarlega til íþrótta / tómstunda félaganna í stað þess að greiðslan fari beint til foreldra eins og gert er í dag. Þegar foreldri skráir barn til þátttöku í íþrótt eða tómstund þá þarf að skráningin að fara fram í gegnum Nóra kerfið.

Þegar skráning fer í gegnum Nóri er foreldrum boðið upp á að nýta hvatagreiðslur og geta því með auðveldu móti ráðstafað greiðslunni sjálfir. Ef foreldrar ákveða að nýta allan styrkinn þá lækka gjöld iðkenda strax um 40.000 krónur og hægt er að greiða eftirstöðvar með eingreiðslu eða með greiðsludreifingu.

Það mun vafalaust taka einhvern tíma að innleiða nýtt verklag og við viljum þar af leiðandi biðja foreldra um að sýna biðlund á meðan innleiðing á sér stað.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Hafþór Birgisson
Íþrótta- og tómstundafulltrúi
hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is