Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2019

Hópurinn sem fékk hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2018, ásamt Helgu Maríu Finnbjörnsdóttur og Alexan…
Hópurinn sem fékk hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2018, ásamt Helgu Maríu Finnbjörnsdóttur og Alexander Ragnarssyni frá fræðsluráði og Helga Arnarsyni sviðsstjóra fræðsluráðs.

Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin verða afhent í Bíósal Duus Safnahúsa fimmtudaginn 6. júní kl. 17:00.

Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð þróunar- og nýbreytniverkefni sem unnið hafa verið á yfirstandandi skólaári.  Skila þarf inn tilnefningum fyrir 27. maí nk.

Eyðublað fyrir tilnefninguna má nálgast hér

Tómstundaklúbbur Myllubakkaskóla hlaut Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2018.

Þá hlaut starfsfólk Háaleitisskóla sérstaka viðurkenningu fyrir Fjölmenningarhátíð og stjórnendur og kennarar á unglingastigi í Akurskóla fyrir Vinnustundir.