- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhent í sjöunda sinn miðvikudaginn 28.maí 2014 kl. 17:00Athöfnin, sem ætíð er með hátíðlegum blæ, fór fram í Víkingaheimum.
Hvatningarverðlaunin eru ætluð kennurum, kennarahópum og starfsmönnum í leik- og, grunnskólum og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Verðlaunin eru veitt fyrir starf eða verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Í ár voru 7 verkefni/aðilar tilnefndir til verðlaunanna og hlutu þeir allir viðurkenningarskjal. Auk þess fengu Björg María Ólafsdóttir, kennari í Holtaskóla, Anna Sofia Wahlström, deildarstjóri í leikskólanum Holti og Hjallatún sérstaka viðurkenningu í formi peningaverðlauna.
Formaður fræðsluráðs, Baldur Þ. Guðmundsson afhenti viðurkenningarnar og honum til aðstoðar var Gyða Margrét Arnmundsdóttir, staðgengill fræðslustjóra. Málmblásaratríó skipað nemendum úr 7. bekk grunnskólanna lék í upphafi athafnarinnar.
Við þetta tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Skólaþróunarsjóði Manngildissjóðs en 13 styrkbeiðnir bárust sjóðnum þetta árið. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýbreytni og þróunarstarfi í leik- og grunnskólum og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Að þessu sinni var styrkjum úthlutað til 13 verkefna á fræðslusviði.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)