Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar 2017

Alexander Ragnarsson formaður fræðsluráðs og Katla Bjarnadóttir starfsmaður í mötuneyti Holtaskóla.…
Alexander Ragnarsson formaður fræðsluráðs og Katla Bjarnadóttir starfsmaður í mötuneyti Holtaskóla. Katla hlaut hvatningarverðlauna ráðsins í fyrra fyrir að sýna einstaka hugkvæmni í störfum sínum sem hefur leitt til bætts árangurs og líðan nemenda.

Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.

Allir sem vilja geta tilnefnt verkefni til verðlaunanna. Tilnefna má þróunar- og nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári.

Skila þarf inn tilnefningum fyrir 25. maí 2017. Hér er hægt að senda inn tilnefningu.

Verðlaunin verða afhent fimmtudaginn 1. júní 2017.