Hvatningarverðlaun fræðsluráðs og úthlutun úr Manngildissjóði

Frá afhendingu hvatningarverðlauna.
Frá afhendingu hvatningarverðlauna.

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhent í fimmta sinn mánudaginn 11. júní 2012, á afmælisdegi Reykjanesbæjar. Athöfnin sem ætið er með hátíðlegum blæ fór fram í Víkingaheimum. Hvatningarverðlaunin eru ætluð kennurum, kennarahópum og starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Verðlaunin eru veitt fyrir starf eða verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Í ár voru  14 verkefni/aðilar tilnefnd til verðlaunanna og hlutu þau öll viðurkenningarskjal. Auk þess fengu verkefnin Útikennsluteymi Akurskóla, Gamli skólinn minn og Bók í hönd og þér halda engin bönd  sérstaka viðurkenningu í formi peningaverðlauna. Formaður fræðsluráðs, Baldur Þ. Guðmundsson afhenti viðurkenningarnar og honum til aðstoðar var fræðslustjóri, Gylfi Jón Gylfason.

Við þetta tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Skólaþróunarsjóði Manngildissjóðs en tuttugu styrkbeiðnir bárust sjóðnum.  Markmið sjóðsins er að stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi í leik- og grunnskólum og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.  Að þessu sinni var styrkjum úthlutað til 14 verkefna á fræðslusviði:

 • Heildstæð lestrarkennsla í Myllubakkaskóla
 • Heiðarsel: Stærðfræði er líka skemmtileg - þróunarstarf í leikskóla
 • Háaleitisskóli: Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun  - PBS
 • Njarðvíkurskóli: Þróun lestrarstefnu innan skólanámskrár með hliðsjón af nýrri menntastefnu
 • Heiðarskóli:  iPad í kennslu og námi
 • Holtaskóli: Táknmálsumhverfi 2012 – 2013
 • FFGÍR - samstarf heimilis og skóla
 • Fræðsluskrifstofa: Innleiðing framtíðarsýnar í leikskólum bæjarins
 • Fræðsluskrifstofa: Klókir krakkar - meðferðarúrræði fyrir börn með kvíða á aldrinum 8 - 12 ára
 • Akurskóli: Orð af orði
 • Holt: Fræðsla fyrir foreldra á CAT námsefninu
 • Holt: Umhverfismennt til framtíðar
 • Tjarnarsel: Leikskólakennarar setja á sig fjölgreindargleraugu með lýðræði að leiðarljósi
 • Fræðsluskrifstofa: Stærðfræðiskimun unnin í samvinnu við Námsmatsstofnun.