- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhent í fimmta sinn mánudaginn 11. júní 2012, á afmælisdegi Reykjanesbæjar. Athöfnin sem ætið er með hátíðlegum blæ fór fram í Víkingaheimum. Hvatningarverðlaunin eru ætluð kennurum, kennarahópum og starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Verðlaunin eru veitt fyrir starf eða verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Í ár voru 14 verkefni/aðilar tilnefnd til verðlaunanna og hlutu þau öll viðurkenningarskjal. Auk þess fengu verkefnin Útikennsluteymi Akurskóla, Gamli skólinn minn og Bók í hönd og þér halda engin bönd sérstaka viðurkenningu í formi peningaverðlauna. Formaður fræðsluráðs, Baldur Þ. Guðmundsson afhenti viðurkenningarnar og honum til aðstoðar var fræðslustjóri, Gylfi Jón Gylfason.
Við þetta tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Skólaþróunarsjóði Manngildissjóðs en tuttugu styrkbeiðnir bárust sjóðnum. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi í leik- og grunnskólum og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Að þessu sinni var styrkjum úthlutað til 14 verkefna á fræðslusviði:
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös