- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Brátt kemur í ljós hver hlýtur Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, en hún er veitt árlega einstaklingi eða fyrirtæki sem unnið hefur vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Það er menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar sem tekur ákvörðun um verðlaunahafann að undangenginni auglýsingu þar sem óskað er eftir tillögum frá bæjarbúum.
Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum n.k. laugardag kl. 14:00. Við sama tilefni verða tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafni Reykjanesbæjar. Annars vegar er það sýningin Línur, flækjur og alls konar, einkasýning Guðrúnar Gunnarsdóttur og hins vegar sýning Vena Naskręcka og Michael Richardt, You are here / Du er her / Þú ert hér.
Allir velunnarar menningarlífs í Reykjanesbæ eru boðnir hjartanlega velkomnir til að gleðjast yfir blómlegu menningarlífi í Reykjanesbæ.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös