Hverfahleðslustöðvar opnaðar við Vatnaveröld

Opnun hverfahleðslustöðva Orku Náttúrunnar heldur áfram en í dag voru teknar í notkun tvær nýjar stöðvar við Vatnaveröld, þar sem fjórir bílar geta hlaðið samtímis. Um er að aðra staðsetningu af þeim fjölmörgu sem væntanlegar eru í Reykjanesbæ en hér má lesa allt um væntanlega uppbyggingu á hverfahleðslum hér í bæ.

Staðsetningu stöðvanna má sjá í græna rammanum á meðfylgjandi kortmynd og allar nánari upplýsingar varðandi stöðvarnar má nálgast á vefsíðu Orku Náttúrunnar eða í ON-appinu.