Í Skessuhöndum á Ljósanótt

Mynd frá uppsetningu Skessuspjaldsins við Skessuhelli.
Mynd frá uppsetningu Skessuspjaldsins við Skessuhelli.

Skessan í hellinum hefur alltaf leikið stórt hlutverk á Ljósanótt og svo verður einnig í ár. Hún býður í lummuveislu að vanda á laugardag en nú geta börnin einnig látið taka af sér mynd með skessunni, í skessuhöndum. 

Börn munu syngja inn Ljósanótt við Myllubakkaskóla á morgun kl. 10:30 og draga stóran ljósanæturfána að húni í Skrúðgarðinum. Nú er verið að leggja lokahönd á undirbúning hátíðarinnar út um allan bæ, enda stutt í fyrstu viðburði. Þeir þrír dagskrárliðir sem munu þjófstarta Ljósanótt í dag, ef svo má að orði komast, eru Ljósanæturhlaup Lífsstíls kl. 18:00, tónleikar Sönghóps Suðurnesja kl. 20:00 í kvöld og tónleikasýningin Með blik í auga 6; Hvernig ertu í kántrýinu kl. 20:00.

Verið vel undirbúin undir Ljósanótt og kynnið ykkur dagskrá og öryggisatriði vel á vef hátíðarinnar www.ljosanott.is.