- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar, í samráði við fjölmarga aðila, hafa undanfarna mánuði unnið að mótun stefnu fyrir Reykjanesbæ til ársins 2030. Stefnan verður til fyrri umræðu á hátíðarfundi bæjarstjórnar þ. 11. júní nk. og fer í kjölfarið til kynningar á meðal íbúa og starfsmanna. Síðari umræða og afgreiðsla í bæjarstjórn fer svo fram í haust.
Bæjarstjóri mun kynna stefnuna á íbúafundi í Bergi, Hljómahöll fimmtudaginn 13. júní kl. 17:00 og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér málið.
Íbúar munu geta sent inn athugasemdir og ábendingar á netfangið stefnumotun2030@reykjanesbaer.is eftir íbúafundinn og eitthvað fram á haust.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)