Íbúar Reykjanesbæjar, 15 ára og eldri, geta nú kosið á milli 27 skemmtilegra hugmynda inni á Betri Reykjanes sem allar miða að því að auðga bæjarlífið. Hver og einn getur kosið allt að fimm hugmyndir en alls fara 30 milljónir í hlutskörpustu verkefnin.

Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjanesbær heldur slíka kosningu en nokkur bæjarfélög hafa farið samskonar leið á síðustu árum.

Markmiðið með verkefni sem þessu er að fá almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Vefurinn Betri Reykjanesbær er tilvalinn staður fyrir íbúa til að koma með bæði skemmtilegar hugmyndir svo og góðar ábendingar að nýframkvæmdum. Í aprílmánuði var óskað eftir hugmyndum að verkefnum til að kjósa um og bárust yfir 90 tillögur í gegnum verfinn og þökkum við öllum sem sendu inn hugmynd kærlega fyrir. Eftir yfirferð og mat úr frá gefnum forsendum stóðu eftir 27 hugmyndir sem nú er kostið á milli. Hugmyndirnar eru allt frá útsýnispalli við höfnina í Höfnum, gönguskíðabraut, ærslabelgir, fótboltagolfvöll og úti hljóðfæri svo eitthvað sé nefnt.

Rafræn kosning er hafin og stendur yfir til 6. júní nk. Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og hafa þannig áhrif á nærumhverfi sitt.
Allir íbúar sem hafa lögheimili í Reykjanesbæ og verða 15 ára á árinu geta tekið þátt.
Kjósa hér

Tökum þátt og sköpum enn betri Reykjanesbæ saman