Íbúar á Suðurnesjum ánægðir með búsetu

Íbúar eru almennt ánægðir með búsetu á Suðurnesjum og segja góðan anda í sveitarfélögunum.

Nýverið kom út skýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem vann rannsókn fyrir sveitarfélög Suðurnesja. Skýrslan ber heitið Samfélagsgreining á Suðurnesjum: Lífsgæði, líðan og virkni íbúa.

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á þeim sviðum sem helst þarf að efla eða breyta áherslum til að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa Suðurnesja. Þetta var gert með því að kanna viðhorf íbúa til svæðisins, til þjónustu á svæðinu, innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins, kanna félagslega virkni íbúa og greina hvort tengsl væru á milli virkni og líðanar íbúa.

Rannsóknarniðurstöður sýna svo ekki verði um villst að skýr tengsl eru á milli virkni og líðan. Þeim mun virkari sem íbúar eru þeim mun betur líður þeim og þeim mun líklegri til frekari virkni.

Við hvetjum íbúa til þess að kynna sér niðurstöður rannsóknarinnar.

Smellið hér til að lesa skýrsluna