Íbúar beðnir um að fylgjast vel með vegna slæmrar veðurspár

Hér má sjá hvernig áætlað er að veðrið verði kl. 16:00 í dag. Ljósmynd af Windy.com
Hér má sjá hvernig áætlað er að veðrið verði kl. 16:00 í dag. Ljósmynd af Windy.com

Íbúar eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólum, stofnunum, íþrótta- og tómstundafélögum þar sem þjónusta er veitt vegna hugsanlegar skerðingar í dag og á morgun vegna veðurs. Einnig eru íbúar hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum Lögreglustjórans á Suðurnesjum á Facebook sem og vefum Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands. Alltaf skal meta aðstæður þegar börn og viðkvæmir eru annars vegar og ferðalög ætti enginn að leggja í þegar veðurspá er með þeim hætti sem nú er. Festa þarf niður allt lauslegt eða koma í skjól. ENGLISH BELOW.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er búist við að veður fari versnandi á Faxaflóasvæðinu þegar líður á daginn. Lokanir á Reykjanesbraut verða endurskoðaðar kl. 16:00 en þangað til verður brautin opin.

Öllu flugi hefur verið aflýst eftir kl. 13.00 í dag og fylgjast þarf með flugáætlun þar til veðri slotar. Starfsemi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lýkur kl. 13:00 í dag og Rokksafn er lokað. Hæfingarstöð verður lokað kl. 13:00 og þjónustunotendur í dagdvöl á Nesvöllum verða komnir til síns heima kl. 14:00. Þá mun heimaþjónusta falla niður seinnipartinn í dag og kvöld.

Allar hjálparbeiðnir skulu berast í gegnum neyðarsímann 1-1-2.

Fréttin verður uppfærð eftir þörfum.

English

Please take notice of all warnings due to the weather forecast and an orange warning from the Icelandic Met Office. All flights have been cancelled and service in Reykjanesbær is decreasing.

According to the Icelandic Met Office the wind will increase this afternoon. It will be checked at 16 o´clock today if there will be necessary to close Reykjanesbraut.

The schools and other services in Reykjanesbær have sent out announcements due to the weather forecast. Parents should always value what to do to keep their children save going to or coming home from school, sport and leisure.

Nobody should be travelling when the forecast is like today and tomorrow and all loose things should be fastened or put save aside. Please dial 1-1-2 for emergency.

Vefur Vegagerðar/Icelandic road and coastal administration

Veðurstofa Íslands/Icelandic met office

Flugáætlun/flight schedule 

Facebook síða lögreglustjórans á Suðurnesjum/the police chef suðurnes

Almannavarnir/Department of Civil Protection and Emergency Management

Hér  má fylgjast með veðrinu í rauntíma á Windy.com/the weather in real time at windy.com