Íbúar í Lyngmóa taka upp nágrannavörslu

Íbúar við Lyngmóa hafa nú tekið upp nágrannavörslu.
Íbúar við Lyngmóa hafa nú tekið upp nágrannavörslu.

Nágrannavörslu hefur verið komið á í Lyngmóa í Reykjanesbæ. Íbúarnir hafa bundist samtökum um að gæta að eignum hvers annar og fylgjast með hýbýlum þegar nágrannar eru að heiman. Nágrannavarsla er nú á Þórsvöllum, Birkiteig, Sjafnarvöllum, Fífudal, Mávatjörn, Lágseylu og Kjarrmóa. Lyngmói er því áttunda nágrannavörslugatan í sveitarfélaginu.

Reykjanesbær tók formlega upp Nágrannavörslu árið 2008 en verkefnið er samstarfsverkefni Umhverfissviðs Reykjanesbæjar og forvarnardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum.

Starfsmenn umhverfissviðs afhentu íbúum Lyngmóa upplýsingamöppu um nágrannavörslu og límmiða til að setja í rúður og á hurðir. Merki verkefnisins var komið fyrir á staur við Lyngmóa.

Íbúar og nágrannar, í Reykjanesbæ, sem vilja taka upp formlega nágrannavörslu eru hvattir til að hafa samband við Jónu Hrefnu Bergsteinsdóttur starfsmann Umhverfis- og skipulagssviðs í síma 421 6700 eða á usk@reykjanesbaer.is.
Nauðsynlegt er að fá upplýsingar um ferli og kynningu áður en gata er útnefnd með „Nágrannavörslu".