Íbúar kjósa jólahús Reykjanesbæjar

Hvert verður jólahúsið í ár?
Hvert verður jólahúsið í ár?

Val á Ljósahúsi Reykjanesbæjar 2013 fer fram á vef Víkurfrétta en kosning um jólahúsið hefst þann 12. desember kl. 18:00 og stendur til kl. 24:00 þann 15. desember. Það verður því viðhaft íbúalýðræði við val á jólahúsinu í ár eins og í fyrra.

Nýtt verklag - íbúalýðræði

1. Nefndin: Skipuð er „jólanefnd“ þriggja aðila. Einn frá menningarsviði Reykjanesbæjar, einn frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar og einn frá Víkurfréttum.

2. Forval: Nefndin velur 10 hús í bæjarfélaginu og myndir af þeim öllum birtast í Víkurfréttum (blaði og vef) fimmtudaginn 12. desember.

3. Netkosning: Bæjarbúar kjósa með netkosningu á Vef Víkurfrétta.  Hver og einn velur eitt hús.  Hægt verður að kjósa frá kl. 18.00 þann 12. des. til kl. 24.00 þann 15. des.

4. Úrslit: Niðurstaða kosninganna verður tilkynnt mánudaginn 16. desember kl. 18.00 í Duushúsum og eru allir bæjarbúar velkomnir að vera viðstaddir. Húsið sem flest atkvæði fær verður Ljósahús Reykjanesbæjar og næstu tvö fá líka viðurkenningu. Úrslitin verða síðan birt í Víkurfréttum, bæði í blaði og á vef.

5. Góð verðlaun eru í boði en HS Veitur gefa þrenn verðlaun.

Val á jólaglugga Reykjanesbæjar 2013

Jólanefnd velur jólaglugga Reykjanesbæjar eins og áður og verða úrslitin tilkynnt við sama tækifæri. Veitt verður ein viðurkenning.